Fitnesskeppandinn og bloggarinn Molly Galbraith, frá Lexington í Kentucky, segist afneita þeirri hugmynd að konur þurfi að „sætta sig við og upphefja“ gallana sína – þar sem hún trúir ekki að það séu gallar.
„Svo margar konur eru í stríði við líkama sína – sem er svo sorglegt því að það er eins og stærð læra þeirra ráði því hvernig þeim líði.“
„Fyrir mig að heyra að konur sitji á hliðarlínunni af því það er eitthvað að líkömum þeirra er bara of sorglegt.“
„Ég ætla ekki að segjast samþykkja appelsínuhúð sem galla – því hver er ég að segja hvað galli sé.“
Þessi mynd af henni hér fyrir neðan varð væral – og segir Molly að svona séum við gerð – og það sé ekkert til skammast sín fyrir.