Þrátt fyrir að kisur séu almennt ekki miklir aðdáendur þess að leika sér í vatni, þá virðast kettirnir á De Poezenboot hafa það bara ansi gott.
De Poezenboot þýðir einfaldlega Kattarbáturinn og hann er staðsettur í Amsterdam. Þetta er fyrsta og eina fljótandi kattarverndarsvæði í heimi.
Hún Henriette van Weeld stofnaði Kattarbátinn árið 1968 með það í huga að passa uppá ketti sem hefðu strokið, væru heimilislausir eða veikir.