Leikarinn Jonah Hill var vanur að vera allt of þungur og þannig fengum við að kynnast þessum snilling. Hann var búinn að grenna sig töluvert þegar hann lék í 21 Jump Street en svo þyngdist hann aftur þegar hann lék í myndinni War Dogs.
Hann er núna búinn að vera virkilega duglegur í ræktinni og passar vel upp á mataræðið. Það er óhætt að segja að hann sé í mjög góðu formi og fólk á Twitter er að missa sig yfir þessum breytingum.