Auglýsing

Fólk með blá augu er mun LÍKLEGRA til að vera alkóhólistar!

Rannsókn á genatengdum sjúkdómum sem fór fram í háskólanum í Vermont leiddi í ljós að fólk með blá augu er mun líklegra til að bera alkóhólista genið.

Rannsóknin hófst árið 2012 þegar gagnagrunnur með 10.000 afrísk – amerískum og evrópsk – amerískum einstaklingum var byggður upp. Allir einstaklingarnir höfðu verið greindir með geðræna erfiðleika eða fíknisjúkdóma líkt og alkóhólisma.

Gagnagrunnurinn var síðan minnkaður niður í 1.263 einstaklinga sem allir þjást af alkóhólisma.

Það var þá sem rannsakendur tóku eftir augnlitnum. Þeir reyndu að finna önnur tengsl en þegar upp var staðið virtist augnliturinn vera það sem fólkið átti sameiginlegt.

Vísindamenn segja meiri rannsókna þörf, en einnig að niðurstöðurnar bjóði upp á alveg nýjar leiðir til að greina áhættuhópa og bregðast við alkóhólisma.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing