Það virðist oft vera að þeir sem drekka mikið vanti smá „common-sense“.
Rannsókn bendir til að þeir sem verða alltaf ofur-fullir séu í raun með lægri greindarvísitölu en þeir sem drekka í hófi.
Stockholm’s Karolinska Institute gerði rannsókn þar sem þau studdust við greindarvísitölu mælingar á 50.000 sænskum körlum sem höfðu sinnt herskyldu á árunum 1969 – 1971. Meðfylgjandi í gögnunum voru upplýsingar um drykkjuvenjur hermannanna.
Þau komust að því að þeir sem drukku oftast og mest í einu voru þeir sem voru með lægri greindarvísitölu. Þá var einnig tekið til greina félagslegur bakgrunnur og uppeldi, en niðurstöðurnar sýndu engu að síður fram á að greindarvísitala hefur áhrif á samband fólks við áfengi.
Daniel Falkstedt prófessor segir að í rannsókn þessari hafi komið í ljós að greind þroskast áður en drykkja hefst hjá meirihluta fólks en hjá ákveðnum minnihluta hópi gæti þróunin verið öfug. Sum sé ef þú byrjar að drekka of snemma gætir þú í raun drukkið frá þér greind.
Sara Sjolund rannsakandi bendir einnig á að lág greindarvísitala þurfi ekki endilega að þýða drykkjuvanda, fleiri þættir spili inn í td. æska viðkomandi og fjárhagsstaða.
Þessi rannsókn kemur í kjölfar annarrar sænskrar rannsóknar sem sýndi fram á tengsl milli mikillar drykkju ungra kvenna og tilhneigingu til að þróa með sér átraskanir.
Í rannsókn sem gerð var á rússneskum unglingsstúlkum kom í ljós að 50% þeirra sem drukku í óhófi töldu sig vera í vandræðum með þyngdarstjórnun og gripu til þess ráðs að sleppa máltíðum.