Auglýsing

Fólk sem er alltaf SEINT er líklegt til að vera kreatívara og afslappaðara

Ef þú ert ekki ein/n af þeim sem er alltaf sein/n, gefurðu þér líklega svigrúm til að pirra þig smá á þeim sem eru það. Óstundvísi er gríðarlega óvinsæl iðja – sér í lagi í skóla og vinnu. Að vera of seinn, í hinum vestræna heimi, er tengt við dónaskap og ófagmennsku. En hver er sannleikurinn?

Að vera seinn er yfirleitt ekki merki um óvirðingu

Út frá rannsókninni sem er vísað í hér fyrir neðan þá  ættum við mögulega að hætta að skamma fólk fyrir að vera seint. Óstundvísi þýðir ekki að fólk sé í letikasti, gæti jafnvel þýtt að það sé mjög upptekið. Að múltítaska getur látið tímaskynið hreinlega hverfa.

Rannsókn sem gerð af Conte, Schwenneker, Dew og Romano og birt í Journal of Applied Social Psychology skipti fólki í tvo hópar eftir persónuleikum: A og B týpur.

Á meðan fyrri hópurinn var metnaðargjarn og óþolinmóður, þá var seinni hópurinn, slakur og kreatívur. Þannig ef þú ert sein/n þá bendir það til þess að þú sért í seinni hópnum.

Sama rannsókn sýndi að hóparnir tveir hafi alveg ólíka skynjun á tíma: eftir mínútu áttu einstaklingarnir að giska hversu mikill tími væri liðinn. Fólk sem var skilgreint sem A týpa giskaði á 78 sekúndur – á meðan þeir sem voru í B töldu að meðaltali að 37 sekúndur hefðu liðið.

Þannig þótt að þú hafir mætt seint – þá ertu mögulega ekki dónalegur – heldur kannski bara kreatívur og afslappaður!

Þetta réttlætir kannski ekki vanvirðinguna við tíma annarra með því að mæta alltaf seint – en þetta gæti klárlega útskýrt það.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing