Auglýsing

Forseti Íslands óskar Hatara til hamingju – Guðni sendir hlýja strauma frá Kanada á laugardaginn!

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, óskaði Hatara til hamingju með að komast áfram í lokaúrslit Eurovision 2019 í Facebook færslunni hér fyrir neðan.

Guðni verður í Kanada á laugardaginn, en mun að sjálfsögðu senda Hatara hlýja strauma þaðan.

Ég óska liðsmönnum Hatara til hamingju með þann góða árangur að komast í úrslit Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Þeir virðast vera ljúfir drengir, eins og þeir eiga kyn til – og dansararnir með þeim ekki síðri, því bæti ég glaður við hér eftir góðfúslegar ábendingar, meira að segja móðurlegar ábendingar! Nú er bara að vona að lukkan verði Hatara hliðholl í úrslitakeppninni sjálfri á laugardaginn. Þá verðum við Eliza í Winnipeg í Kanada, að fagna aldarafmæli Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi. Við munum að sjálfsögðu senda Hatara hlýja strauma þaðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing