Allir góðir listamenn breytast til að halda sér ferskum en sumir ganga lengra en aðrir. Hér eru 10 dæmi um þekktar stjörnur sem hafa tekið miklum breytingum í gegnum árin.
10. Chris Pratt er óþekkjanlegur eftir að hann fór að hugsa um heilsu og útlit.
9. Christian Bale er þekktur fyrir að breyta útliti sínu fyrir hlutverk en svona mikill þyngdarmismunur hlýtur að stofna heilsunni í hættu.
8. Mickey Rourke var kvennagull og þekktur fyrir fallegt andlit. Hann ákvað svo að taka þátt í bardagalistum og sér töluvert á honum eftir bardaga í hringnum. Það eru þó flestir sammála um að hann hafi vaxið sem leikari og var hann sem dæmi tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir The Wrestler.
7. Megan Fox þótti stórglæsileg í Transformers myndunum og því er óljóst hvers vegna hún fór út í lýtaaðgerðir. Í dag hefur hún gert alltof miklar breytingar og hefði líklega betur verið sátt við útlitið sem hún fékk frá foreldrunum.
6. Brad Pitt og David Beckham hafa lengi stýrt því hvaða hár er í tísku hjá karlmönnnum. Hér eru aðeins nokkur dæmi um hárprýði leikarans en einhvern veginn tekst honum að vera flottastur á öllum myndunum.
5. Kate Winslet þótti glæsileg í Titanic en hún hefur bara orðið glæsilegri með árunum.
4. Kelly Osbourne hefur breytt um lífstíl og lifir heilbrigðu lífi í dag. Það hefur haft í för með sér miklar útlitsbreytingar en hún hefur lagt mikið á sig til að ná heilsunni í lag.
3. Rihanna breytist vikulega en er samt alltaf jafn glæsileg. Hún er líka hress og skemmtileg sem skiptir mun meira máli en útlitið eins og við vitum.
2. Renee Zellweger er búin að gjörbreyta um útlit á síðustu árum og enginn veit hvar þetta endar hjá henni. Hún var fín í Bridget Jones´ Diary og mátti alveg vera þannig áfram. Hún hlýtur þó að hafa sínar persónulegu ástæður og lítur ágætlega út í dag.
1. Bruce Jenner hefur sagt að hann hafi alltaf verið Caitlyn Jenner en það hafi tekið hann áratugi þora að verða hann sjálfur. Þetta hefur vakið mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem ímynd karlmennskunnar verður kona. Líklega munu fleiri karlmenn fylgja í kjölfarið enda hið besta mál að vera samkvæmur sjálfum sér.
Bruce Jenner fær vinningin fyrir að hafa gert mestu breytingarnar og virðist sáttur sem Caitlyn Jenner í dag – enda er hún glæsileg kona.