Emily Ratajkowski er búin að vera eitt vinsælasta módel heims síðan 2013 þegar hún dansaði í myndbandinu við lagið „Blurred lines“. Síðan þá er hún búin að sitja fyrir hjá virtustu tímaritum heims og meira að segja búin að fá hlutverk í bíómyndum.
Hún hitti raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian og þær ákváðu að taka mynd af sér saman. En þær eru nú báðar þekktar fyrir ansi djarfar sjálfsmyndir svo auðvitað var þessi ekkert venjuleg. Þær voru berar að ofan með miðju puttann upp í loft.
Internet tröllin réðust auðvitað á þær og sögðu að þær væru bara athyglissjúkar og að þetta væri þeirra leið til að vera í sviðsljósinu.
Emily svaraði fyrir þetta.
„Afhverju erum við atyglissjúkar þegar við tökum svona myndir af okkur? Það er alls ekki málið, það getur verið að við séum að leita af athygli en það er fyrir málstað. Konur eiga að fá að gera það sem þær vilja án þess að vera teknar af lífi“.