Það koma alltaf kenningar um það að fræga fólkið sem er fallið frá sé í raun og veru ennþá lifandi. Hvort að það sé því fólkið vill ekki trúa því að þessar stjörnur sé dánar eða hvað þá virðist þetta gerast með mjög margar stjörnur.
Nass Kitojo var að fara gifta sig og það var haldið steggjapartý fyrir hann. Sem er gott og blessað en hann tók sjálfsmynd af hópnum og hann skrifaði undir myndina „ Veit ekki hvort ég hafi verið of fullur í gær en ég er viss um að Biggie hafi komið í veisluna. Biggie er lifandi.“
Þessi mynd fór útum allt og fólk er viss um að þetta sé Biggie.
Spurning hvort þetta fræga lið sé ekki bara allt á lífi….