Samantha Sepulveda útskrifaðist úr lögregluskólanum árið 2010 og hefur starfað sem lögregla í New York síðan. Árið 2013 fékk vinur hennar hana til að vera módel í tískusýningu sem hún gerði og eftir það var ekki aftur snúið.
Hún er búin að starfa sem módel ásamt því að vera lögga síðan 2013 og ferðast um allan heim þar sem hún er látin sitja fyrir.
Hún segist mjög sjaldan lenda í veseni við glæpamenn því þeir fari yfirleitt sjálfir í handjárnin þegar hún mætir. Hún segir að þeir reyni yfirleitt pínu við hana og sumir gangi meira að segja það langt að þeir bjóða henni á stefnumót í miðri handtöku.
Samantha sem er 32 ára segir að ef að myndirnar hennar á Instagram fari fyrir brjóstið á einhverju fólki má það bara loka augunum eða skoða eitthvað annað á netinu.