Alysia Macedo er 28 ára stelpa frá Bandaríkjunum. Hún er skráð í bandaríska flugherinn en starfar annars sem tannlæknir.
Hún hefur verið að stækka á Instagram og er komin með 285 þúsund fylgjendur þar.
Hún er kölluð „Hin raunverulega Wonder Woman“.
„Ég vakna alltaf í kringum 5:30 og fer í ræktina, svo er ég mætt upp í vinnu kl 7:30 og er þar til 17:00 og fer þá og kenni sjálfsvörn. Ég hef verið í bandaríska flughernum síðan ég var 19 ára og ég skráði mig þangað því ég vissi að þetta væri þroskandi, og að ég myndi fá að sjá heiminn. Svo geri ég þetta fyrir bandarísku þjóðina“. – Alysia