Daria Gubanova er 27 ára stelpa frá Rússlandi. Daria hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði vegna þess hversu sítt hárið hennar er. Fyrir 14 árum fór hún í veðmál við vinkonu sína og hún sagðist ekki ætla að klippa á sér hárið fyrr en hún væri komin með hár niður á tær.
Hún stóð auðvitað við þetta og er hárið hennar núna um það bil einn og hálfur meter á lengd. Daria deilir myndum af sér og hárinu sínu á Instagram og er nú komin með yfir 200 þúsund fylgjendur.
Hún fær mjög reglulega skilaboð frá fólki sem segist elska hárið hennar og að hún minni það á Garðabrúðu. Daria er aðeins nokkrum sentimetrum frá tánum sínum og það er spurning hvort hún eigi eftir að klippa hárið þegar markmiðinu hefur verið náð.