Auglýsing

Kærasti Eddu hótaði að birta nektarmyndböndin: „Ég var svo hrædd við að segja frá því að á sínum tíma var gert lítið úr þessu og hann þar að auki frekar þekktur maður“

„Ég var svo hrædd við að segja frá því að á sínum tíma var gert lítið úr þessu og hann þar að auki frekar þekktur maður,“ segir Edda Pétursdóttir, sem óttaðist frægan kærasta sinn í tæpan áratug, í samtali við Stundina.

Edda bjó við stöðugan ótta í nærri áratug vegna ítrekaðra hótana um að kynferðislegum myndböndum af henni yrði dreift. Myndböndin tók kærastinn upp án hennar vitundar en þau voru í fjarsambandi og hittust reglulega á Skype. „Við gerðum ýmislegt á Skype. Það sem ég vissi ekki var að hann tók upp kynferðisleg myndbönd af mér og geymdi þau,“ segir hún.

Kærastan fyrrverandi segir Edda vera þekktan hér á landi en fyrir utan hótanir um að birta myndböndin áreitti hann Eddu ítrekað með tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Lögreglan olli henni vonbrigðum þegar hún leitaði þar aðstoðar.

Edda segir frá því hvernig kærasti hennar hélt henni í heljargreipum óttans með því að ógna henni.

„Í flestum skilaboðunum voru einhvers konar hótanir og svo sagði hann ógeðslega hluti um mig. Hann hefur alltaf verið stærri og stærri á meðan ég sjálf hef ekki þorað að hafa mig mikið í frammi af því að auðvitað er þessi ógn alltaf til staðar ef þessi vídeó eru til og það er ekkert  þægilegt. Manni líður ekki vel með það. Segjum að ég hefði farið í leiklist eða pólitik þar sem ég væri kannski áberandi í sviðsljósinu þá hef ég alltaf þessa ógn bak við eyrað að þessi myndbönd gætu bara birst þá og þegar,“ segir Edda og bætir við:

„Skilaboð lögreglunnar voru skýr: Það væri best að setja þetta ekki inn í lögreglukerfið því maðurinn gæti þá séð það og það væri ekki gott fyrir mig.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing