Skoðanakönnun meðal 9000 ungmenna hefur sýnt fram á konur eru líklegri en karlar til að stimpla sig „að mestum hluta gagnkynhneigðar“ og halda kynhneigð sinni þannig opinni. Frá rannsókninni er greint á vefsíðunni TheDailymail og þar segir einnig að þær séu líklegri til þess að skipta um skoðun á kynhneigð sinni. Flestar konurnar sögðu þær breytingar hafa átt sér stað á milli tvítugs og þrítugs.
Á meðan sagðist meirhluti karla vera 100% gagnkynhneigður eða 100% samkynhneigður. Þeir löðuðust mjög sjaldan að báðum kynjum.
Rannsóknin var gerð í Notre Dame háskólanum í Indiana og segja aðstandendur hennar að niðurstöðurnar bendi sterklega til þess að kynhneigð kvenna sé ekki jafn meitluð í stein og kynhneigð karla.
Angelina Jolie átti í ástarsambandi við konu áður en hún giftist Brad Pitt og Amber Heard einnig áður en hún giftist Johnny Depp.