Tímaritið Forbes var að gefa út nýjan lista yfir ríkustu stjörnurnar í Bandaríkjunum árið 2018. Í tveimur efstu sætunum eru gömlu vinirnir George Lucas (Star Wars) og Steven Spielberg (Jurassic Park ofl.) – í kjölfarið kemur spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey og svo (einn) besti körfuboltamaður allra tíma, Michael Jordan, en hann hefur rokið upp listann þar sem hann selur mikið af íþróttavarningi.
Það sem er áhugaverðast er að hin 21 árs gamla Kylie Jenner er kominn í fimmta sæti ásamt eiginmanni Beyoncé, Jay Z. Hún Kylie er ný á listanum þetta árið og er metin á um 900 milljónir dollara sem eru um 108 milljarðar íslenskra króna. Kylie er á góðri leið með að verða yngsti milljarðamæringur á bandarískan mælikvarða sem ekki hefur erft peninginn frá foreldrum sínum.
Kylie er með um 170 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og hefur notað sambönd sín til að stofna Kylie Cosmetics. Vörur hennar eru geysivinsælar og hún græðir stórfé á varningnum.
Ríkustu stjörnurnar í Bandaríkjunum 2018
1. George Lucas
Net worth: $5.4 billion
2. Steven Spielberg
$3.7 billion
3. Oprah Winfrey
$2.8 billion
4. Michael Jordan
$1.7 billion
5. (tie) Kylie Jenner
$900 million
5. (tie) Jay-Z
$900 million
7. David Copperfield
$875 million
8. Diddy
$825 million
9. (tie) Tiger Woods
$800 million
9. (tie) James Patterson
$800 million
Kylie Jenner er ein höfð á forsíðu Forbes enda alveg magnaður árangur hjá þessari ungu stúlku að hafa búið til sitt eigið vörumerki.