Það eru 5 ár síðan að Miley Cyrus var með eftirminnilega twerk-atriðið á MTV tónlistarhátíðinni 2013. En að bera þær myndir saman við myndirnar af henni á Grammy verðlaunahátíðinni 2018 er bara eins og að horfa á tvær mismunandi manneskjur.
Þetta er hvernig hún leit út á Grammy verðlaununum í ár. Hún og Elton John sungu svo saman Tiny Dancer og þegar hún mætti inn á sviðið í kjólnum sínum þá var óhætt að segja að hún leit út eins og prinsessa úr einhverju mögnuðu ævintýri.
Já, það er heldur betur hægt að endurskapa sig og það hefur Miley gert að minnsta kosti einu sinni áður. Ætli að hún sé að því aftur núna… ?
Hér eru allavegana þó nokkrar myndir frá kvöldinu sem gefa það til kynna.
Ekki má gleyma því að þetta var upprunalega lúkkið hennar í sviðsljósinu: