Kanye West er að ráða konur sem eru nákvæmlega eins og konan hans, hún Kim Kardashian, fyrir sjöttu þáttaröðina af Yeezy. En engum hefði dottið í hug að hann myndi velja Paris Hilton sem eftirhermu fyrir Kim.
En eins og þið sjáið á myndunum þá neglir hún alveg lúkkið og er bara næstum nákvæmlega eins.
Kanye valdi ekki bara Paris Hilton heldur líka Jordyn Woods, Amina Blue, Sami Miro, Abigail Ratchford, Kristen Noel Crawley og tvíburana á myndinni hér fyrir neðan þær Shannon og Shannade Clermont.
En það eru ekki margir sem muna að hérna í gamla daga þá var Kim Kardashian aðstoðarkona Paris Hilton.
Hún var ekki einu sinni hátt sett aðstoðarkona.
Hún elti Paris um allan bæinn í lífstílnum sem Paris lifði og þær áttu það til að mála bæinn rauðan.
Bókstaflega óaðskiljanlegar um tíma.
En nú hermir Paris eftir Kim….aldeilis búið að snúast við.