Hún Sophie Kasaei var svo ánægð með þyngdartapið sitt að hún ákvað að deila því á samfélagsmiðlum – með djörfum myndum af sér. Sophie er fræg fyrir hlutverk sitt í raunveruleikaþáttunum Geordie Shore. Viðbrögðin á netinu voru heldur betur jákvæð og fljót að birtast.
Hún Sophie hefur aldeilis breyst eftir að hafa ákveðið að taka sig á.
Hún er eiginlega bara allt önnur – og tilbúin í fyrirsætuverkefni að eigin sögn.
Hún segir að sambandsslit sín og það að sjá ósjarmerandi myndir sér í bikíní hafi virkilega hvatt hana áfram.
Ætli skilaboðin séu ekki að allt sé hægt ef viljinn er fyrir hendi – og ef við höfum nægilegan drifkraft, sama hvað kveikti í honum…