Sports Illustrated Swimsuit útgáfan tilkynnti um helgina að Angel Lais Ribero muni birtast í 2018 útgáfu blaðsins. Þau tilkynntu það með þessari mögnuðu mynd.
Angel var á Ibiza þegar myndatakan átti sér stað og naut sín vel í sólinni.
Hún Angel var nýliði í blaðinu í fyrra en sló heldur betur í gegn þá og útgáfan gat ekki annað en boðið henni að vera aftur með í blaðinu – og gert hvað sem er til fá hana.
Hún Angel veit sko heldur betur hvað hún er að gera. Sports Illustrated sendi frá sér teaser’a til að gefa til kynna hvað lesendur mættu búast við þegar blaðið kemur út.
Það er næsta víst að Angel sé komin til að vera í þessum bransa.
Fyrir þetta þá var Angel náttúrulega Victoria Secret fyrirsæta og mjög vinsæl sem slík.
Hún var alls ekki óvön að vera fáklædd eftir vinnu sínu þar, svo þessi myndataka var lítið mál fyrir hana.