Auglýsing

Fyndnar setningar úr íslenskum TJÓNASKÝRSLUM!

Það fylgir því oft mikið sjokk að lenda í umferðaróhappi eða bílslysi – Þess vegna getur það reynst erfitt að fylla út einhverja tjónaskýrslu í þannig ástandi.

Það útskýrir kannski aðeins setningarnar hér fyrir neðan – eða hvað?

Hér eru raunverulegar setningar úr íslenskum tjónaskýrslum:

  • Ég rakst á kyrrstæðan vöubíl, sem var að koma úr hinni áttinni.
  • Ég hélt að bílglugginn væri opinn, þangað til ég hafði stungið höfðinu út um hann.
  • Ég sagði lögreglunni að ég væri ómeiddur, en þegar ég tók ofan hattinn komst ég að því að ég var höfuðkúpubrotinn.
  • Það kom bara ósýnilegur bíll, rakst á mig og hvarf.
  • Ég sá að gamli maðurinn mundi aldrei hafa það yfir götuna og keyrði því á hann.
  • Ég var búinn að keyra í 40 ár, þegar ég sofnaði við stýrið og lenti í slysinu.
  • Sá fótgangandi stóð og vissi ekkert í hvora áttina hann átti að fara svo ég keyrði yfir hann.
  • Ég beygði frá vegbrúninni, rétt leit á tengdamömmu og hentist út á veginn hinum megin.
  • Ég var á leiðinni til læknisins, þegar púströrið datt aftur úr mér.
  • Ég var að reyna að drepa flugu og keyrði þarna á símastaurinn.
  • Hinn bíllinn keyrði beint á mig, án þess að gefa neitt merki um hvað hann ætlaði að gera.
  • Það bakkaði trukkur í gegnum rúðuna á mér og beint í andlitið á konunni.
  • Maðurinn var alls staðar á veginum, ég varð að taka heilmargar beygjur áður en ég rakst á hann.
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing