Leikarinn Kevin Spacey er í hrikalegum vandræðum núna eftir að að leikarinn Anthony Rapp kom fram og sagði að Spacey hafi brotið á sér kynferðislega. Anthony sagði að þegar hann hafi verið 14 ára hafi Spacey farið með hann inn í herbergi, ýtt honum í rúmið og klifrað síðan ofan á hann.
Spacey gaf út yfirlýsingu á Twitter þar sem hann baðst afsökunar og endaði síðan á því að koma út úr skápnum.
En fyrir 12 árum gerði sjónvarpsþátturinn Family Guy smá grín af Spacey og þetta er brandari sem er ennþá viðkvæmari í dag.