Tískubransinn hefur í gegnum tíðina gert óraunhæfar og skaðlegar útlitskröfur. Vinsælustu kvenfyrirsæturnar voru oftast yfir 175 cm á hæð og um 40 kíló á þyngd. Sumar voru heilbrigðar en margar þurftu að svelta sig til uppfylla fáránlegar kröfur tískufyrirtækja og -tímarita.
Í upphafi varð vakning sem opnaði dyrnar fyrir plus-size fyrirsætur (sem er leiðinlegt heiti á módelum í kjörþyngd). Undanfarin 5 ár hefur svo allt opnast þannig að fatahönnuðir, ljósmyndarar og tískutímarit sækjast eftir því að ráða fólk með „óhefðbundið“ útlit.
Myndirnar hér að neðan sýna þau módel sem hafa náð miklum vinsældum með því að vera aðeins öðruvísi en allir hinir.