Lið Liverpool fær loks að halda áfram í baráttu sinni við að verða enskur deildarmeistari í fyrsta sinn í 30 ár. Þeir mæta engum öðrum en nágrönnum sínum í Everton. Og er nokkur munur á liðunum tveimur.
Á meðan Liverpool trónir langefst – alveg við að tryggja sér titilinn – þá er Everton í tólfta sæti en Ancelotti segir að menn hans eygi enn möguleika á að ná Evrópudeildarsæti.
Skv. Betsson eru líkurnar á sigri Everton harla litlar – en þó er alveg óséð hvernig liðin koma undan löngu keppnishléinu.
Þannig nú fá menn loksins að detta aftur í gírinn – og verður gaman að sjá hvernig tekst til í þessum fyrsta leik!