Fjórar Game of Thrones stjörnur fóru saman í myndatöku fyrir Rolling Stone tímaritið og það er virkilega skemmtilegt að sjá þessar manneskjur ekki í karakter. En það var ein mynd sem skildi eftir stórt spurningarmerki fyrir aðdáendur og það var myndin þar sem Kit Harington og mótleikona hans Emilia Clarke kysstust. Aðdáendur fóru mikið að spá í því hvort þau væru saman eða hvað sé í gangi þarna.