Breska raunveruleikastjarnan Gemma Collins er algjör töffari. Hún hefur alltaf klætt sig eins og hún vill og aldrei látið yfirstærð stoppa sig.
Þess vegna kom það kannski ekki mikið á óvart þegar hún sást í gegnsæjum sundbol á Tenerife.
„Þetta er ekki fyrir alla, en ég elska þetta – af hverju ættu stelpur í yfirstærð ekki að klæðast gegnsæju – hver sagði að þær gætu það ekki?“ spyr Gemma og hvetur allar konur til að vera eins og þær vilja.