Hver hefur ekki lent í því að vakna daginn eftir óhóflega áfengisneyslu og sjá eftir einni eða fleiri ákvörðunum sem teknar voru kvöldið áður og voru ekkert sérstaklega góðar.
Í fornu veldi Persa tíðkaðist að ákvörðun væri aðeins tekin ef hún hljómaði vel þegar menn voru bláedrú – og gerði það enn þó menn væru búnir að hella í sig víni:
Stundum fengu þeir hugmyndir í vín vímunni, sem voru þá geymdar og farið var yfir þær þegar runnið var af mönnum og þá ákveðið hvort það væri góð hugmynd að framkvæma þær.
Þetta er kannski eitthvað sem við ættum að nýta okkur meira – á báða vegu!