Samkvæmt fréttablaðinu ‘The Nelson Daily’ þá heitir fyrsta barnið til að fæðast á árinu í bænum Nelson í Kanada því fallega nafni Gunnar.
Já, Gunnar var fyrsta barnið til að fæðast á árinu í Nelson og við getum ekki ímyndað okkur annað en að okkar maður Gunnar Nelson sé sáttur við það.
Foreldrarnir Andrea og Steffen eru ekki UFC aðdáendur eða neitt þannig, heldur er þetta bara skemmtileg tilviljun.
Fyrsta barnið þeirra heitir Ragnar og nú sá yngri Gunnar, svo þau hljóta að vera á góðum Íslendingaslóðum þarna í Kanada.