Það er skrítið hvað fólki finnst erfitt að þiggja aðstoð frá öðrum – þá sérstaklega ókunnugum.
Næst þegar þú sérð einhvern vera að brasa með of marga innkaupapoka eða eitthvað í þá áttina, prófaðu þá að athuga hvort þú getir hjálpað.
Það er mjög algengt að fyrstu viðbrögð hjá manneskjunni verði að segja nei.
Maðurinn í myndbandinu hér fyrir neðan gerði tilraun á þessu og spurði ókunnugt fólk hvort hann gæti hjálpað þeim með eitthvað. Koma viðbrögð þeirra þér á óvart?