Hann Billy ‘Whizz’ Monger, sem er 18 ára, missti báðar fæturnar fyrir 10 mánuðum síðan. En unga kappakstursbílstjóranum dreymir ennþá um að keppa í Formúlu eitt: ,,Þetta er stór áskorun, en mér finnst mikilvægt að setja mér stór markmið.“
Back in the car! Ready to rock’n’roll @CarlinRacing #BillyWhizz @wolturnus @DraftWheelchair pic.twitter.com/Uj6OMlohrJ
— billywhizz (@BillyMonger) February 14, 2018
Billy missti fæturnar í kjölfarið af bílslysi fyrir 10 mánuðum síðan – hann klessti á kyrrstæðan kappasktursbíl finnska bílstjórans Patrik Pasma á tæplega 200km hraða. Nú er hann að prufa hvort að hann geti keppt í Formúlu 3 eftir nokkra mánuði…og það er líklegt að það gangi upp.
,,Mig hefur dreymt um að keppa í Formúlu 1 síðan ég var 8 ára gamall.“ segir Billy ,,Ég skil ekki af hverju það ætti að breytast eitthvað bara út af því að ég hef breyst. Þetta er stór áskorun og ég byrja í Formúlu 3. En slysið herti mig og hjálpaði mér að átta mig á því sem skiptir máli í lífinu. Það varð til þess að ég er ennþá ákveðnari að keppa í Formúlu 1.“
Gangi þér vel Billy – við vonum að þú rúllir þessu upp!