Auglýsing

Hann plataði lögguna svo svakalega! – Áður en hann gat leiðrétt það þá voru þeir búnir að taka þessu OF alvarlega – MYNDIR

Hann Simon Laprise er kanadískur og býr í Montreal. Hann plataði lögregluna þar svo svakalega að þeir gátu bara ekki annað en hlegið að því.

Myndin hér að ofan lítur út fyrir að vera venjulegur bíll, ekki satt? Bíll sem er bara þakinn snjó, sem er ekki skrýtið miðað við hversu mikið er búið að snjóa í Norður-Ameríku undanfarið.

En þetta er ekki bíll – heldur ákvað Simon að búa til eftirhermu úr snjó af Delorean bílnum úr Back to the Future, sérstöku uppáhaldi hjá honum:

Hann bjó til bílinn á 4 tímum og staðsetti hann á ólöglegu stæði. Hann ætlaði að stríða þeim sem sjá um að moka götuna, en áður en hann vissi af þá var löggan mætt á svæðið:

Bíllinn var svo raunverulegur að lögreglan gaf bílnum sekt fyrir að leggja ólöglega. Þeas þeir gáfu flottu snjóhúsi sekt fyrir að leggja á vitlausum stað!

Simon vissi ekki hvernig þeir myndu taka þessu þegar hann labbaði upp að þeim og reyndi sitt besta til að útskýra málið og vera dipló – en lögregluþjóninn rauk af stað og talaði við hinn lögregluþjóninn, reif svo sektarmiðann sem átti að fara á snjóbílinn og byrjaði að skrifa nýjan fyrir Simon.

Simon varð smeykur, tók við miðanum, andaði djúpt að sér, og sá svo skrifað: ,,Þú bjargaðir kvöldinu okkar!“

Simon og lögreglumennirnir hlógu mikið að þessu og þeir leyfðu honum meira að segja að hafa ,,bílinn“ þarna áfram.

Ætli það sé einhver hérlendis sem geti búið til svona flottan snjóbíl?

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing