Framhjáhöld komast oftast upp og það er betra að sleppa því bara að halda framhjá. Fólk hefur komist að framhjáhöldum í gegnum síma, vini og meira að segja Instagram.
Þessi gaur var að halda framhjá kærustunni sinni og kom sjálfur upp um sig. Hann fór með viðhaldinu sínu á Burger King og ákvað svo að commenta á Instagram síðuna þeirra daginn eftir.
Þar segir hann frá því að hann og „stelpan“ hans hafi þurft að bíða í 20 mínútur í bílalúgu. En hann reiknaði ekki með því að kærastan hans myndi sjá þetta. Sem hún gerði…..
Hún commentaði líka og sagði að hún hafi aldrei farið með honum á Burger King. Svo bætti hún við „Svaraðu í símann þinn“.
Hann reyndi síðan að klóra í bakkann en hún var alveg brjáluð…