Finnst þér eins og þú sérst búin að bæta aðeins á þig? Það er alltaf gaman að lesa um fólk sem barðist við offitu en er á góðum stað í dag.
Luis Trigo hefur alla tíð verið í mjög slæmu formi. Hann var 90 kíló þegar hann byrjaði í menntaskóla og hugsaði mjög illa um sjálfan sig. Árið 2011 byrjaði hann í fyrsta skiptið að hreyfa sig en kærastan hans hætti með honum og hann hélt bara áfram að bæta á sig kílóum eftir það.
Hann var orðinn 180 kíló þegar hann var 24 ára gamall. Hann þurfti að hætta í vinnunni sinni því líkaminn hans vildi ekki leyfa honum að standa heilan vinnudag. Svo fór hann til læknis og læknirinn sagði honum að hann ætti eftir að deyja úr offitu ef hann færi ekki að taka sig á.
Nú eru liðin 6 ár síðan Luis fór í átak og er hann búinn að taka af sér um 100 kíló. Hann starfar sem einkaþjálfari og er virkilega hamingjusamur með líf sitt.
„Þegar ég byrjaði gat ég varla hreyft mig. Ég labbaði upp eina brekku og líkaminn gat ekki meira. Þess vegna finnst mér gaman að horfa til baka og sjá hvað ég er búinn að afreka á síðustu árum. Alltaf þegar ég er að þjálfa og fólk segist ekki geta eitthvað læt ég þau vita að ég hlusta ekki á svona bull því ég var einu sinni í þeirra sporum og ég gat þetta!“ – Luis