Auglýsing

Hann var sjóari í yfirþyngd en umbreyttist í heilsufrík – Martin Bonde er með fyrirlestur í GLÓ!

Heilsuþerapistinn brosmildi Martin Bonde Mogenssen er á leið til landsins í apríl, hann mun halda tvo fyrirlestral á Gló í Fákafeni og auk þess sem hann býður uppá nudd og einkatíma á Reykjavík Hilton Spa. Hann er notið mikilli vinsælda sem þerapisti í Danmörku og hefur tekið til meðferðar fólk sem þjáist af hinum ýmsu kvillum úr öllum starfsstéttum: allt frá afreks íþróttafólki til einstaklinga sem sinna streitumiklum störfum. Martin lítur á líkama og huga sem eina heild og notar það besta úr hefðbundnum og óhefðbundnum lækningum til að gera líkaman heilbrigðari og hámarka heilsu og vellíðan einstaklinga sem til hans leita með ólík vandamál. Við heyrðum í honum hljóðið og fengum að vita meira um hans sögu og nálgun á heilbrigði:

Þú ert talinn sérfræðingur í öllu tengdu alhliða vellíðan en hvar hófst þitt eigið ferðalag í átt að betri heilsu?
Þetta er sannarlega búið að vera langt ferðalag. Þegar ég var aðeins 16 ára gamall var ég einn af bestu hlaupurum Danmerkur og hljóp 10 km á 33.08 min. Svo varð ég sjómaður og sigldi um heiminn í sjö ár. Á þeim árum þyngdist ég um 42 kíló og var orðin meira en 100 kíló þar til ég breytti  lífsstílnum. Svo var það eftir að ég byrjaði að mennta mig í líkamanum og tók nokkrar hreinsanir að ég fann hvernig ég léttist auðveldlega, að mér leið betur í líkamanum, húðvandamál mín hurfu á líkama og í andliti, svefninn var betri og svo framvegis. Þetta var upphafið á mínum heilsuferðalagi og á því hvar ég er staddur í dag. Ég hef síðan menntað mig víða og tekið mörg námskeið í öllu því sem tengist heilsu, af því að ég gjörsamlega get ekki svalað forvitni minni nægilega um það hvernig hægt er að gera líkama eins heilbrigðan og á verður kosið.

Af hverju fannst þér þú þurfa að deila þessu með öðrum?
Mín eigin reynsla kveikti á þörfinni til að deila þessu með öðrum og sú reynsla spannar meira en 25.000 meðferðir síðustu tuttugu ár. Það gefur mér fullvissu um að ég viti hvað raunverulega hvað virkar og hvað ekki. Allir líkamar eru ólíkir. Jafnvel þegar fólk kemur til mín með bakverki, hausverki, streitu o.sv.fr eru þau alltaf meðhöndluð sem einstaklingar það er engin ein lausn sem virkar fyrir alla. Það er til lykill að hverjum líkama eins og að hverju húsi.

Um hvað snýst kerfið BODY ALL MIND sem þú þróaðir?
Að líta á líkamann og hugann sem eina heild. Eftir að hafa unnið með nokkrum af bestu læknum, sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, jógakennurum, svæðanuddurum og hnykkjurum hef ég lært það besta úr báðum heimum að mér finnst, úr hefðbundnum og óhefðbundnum lækningum. Svo að mig langaði að búa til leið sem byggði brú á milli þessara tveggja heima og gerði það með góðvini mínum og samstarfsfélaga, Mikael Kyneb.

Ef þú gætir gefið eitt gott ráð fyrir heilsuna, hvað yrði það?
Það er erfið spurning því að það er svo margt sem er mikilvægt. En það er eitt sem við erum alltaf með á okkur og það er andardrátturinn. Hann getur hjálpað okkur úr streituástandi, gefið okkur meiri slökun og súrefni á staðnum og að fært athyglina að líkamanum og úr sístarfandi huganum. Ég mun fara dýpra ofan í mikilvægi öndunar í fyrirlestrinum og gefa nokkrar góðar æfingar sem eru frábærar dagsdaglega.

Hvað veitir þér innblástur?
Að prófa eitthvað nýtt án þess að vita útkomuna og leyfa mér að skipta um skoðun. Að lesa bækur um heilsu og að mennta mig meira. Ég fæ einnig innblástur þegar við erum í heilsuferðunum okkar. Að sjá fólk ganga í gegnum ótrúlegar breytingar á aðeins sjö dögum gefur mér alltaf innblástur.

Hvernig byrjar þú daginn?
Ég geri jóga og hugleiði alla morgna. Suma morgna aðeins í fimm mínútur og aðra í hálftíma. En ef ég geri bara smá á hverjum morgni þá man líkaminn minn eftir því að vera slakur og mun biðja um að ég geri þetta. Það er leiðin áfram. Líkaminn biður um miklu meira en heilinn segir að ég eigi að gera og biður mig að borða hollar, sofna fyrr o.sv.fr.

Hver er þín persónulega matarspeki?
Ég trúi því að við verðum að borða eitthvað af hreinni fæðu daglega. Við erum samsett úr billjónum af lifandi frumum sem þurfa næringu á hverjum. Þegar ég segi hreina fæðu þá meina ég hráfæði. Mat sem er ekkert búið að vinna en er bara fullur af næringu. Ég er einnig mikill aðdáandi djúsa og fljótandi fæðis og mun tala meira um það í fyrirlestrunum.

Hvað finnst þér margir hunsa þegar kemur að heilsu?
Fólk hlustar ekki á skilaboðin sem líkaminn er að senda þeim. Líkaminn lýgur aldrei og ef hann er stressaður, meiddur, með húðvandamál, gigt o.sv.fr. Þá er hann að segja þér eitthvað. Fólk í vestrænum heimi gleymir að hlusta á þessi skilaboð og ég ætla að fara dýpra í það á fyrirlestrinum. Ég vinn sérstaklega með þetta þegar fólk kemur til mín í einkatíma og reyni að hjálpa fólki að lesa í tungumál líkamans. Ef ég get sent einstaklinga heim með verkfærin sem til þarf til að hlusta betur á líkamann þá geta kraftaverk farið að gerast.

Nú ertu að koma til Íslands til að halda fyrirlestra og taka fólk í einkatíma. Hvað mun fólk læra?
Ég mun deila með ykkur af minni tuttugu ára reynslu af meðferðum og reynslu af yfir 40 heilsuferðum sem ég hef stýrt víða um heim. Ég mun, án þess að vera fanatískur og á skemmtilegan hátt, hjálpa fólki með því að gefa þeim verkfæri sem er auðvelt að nýta sér. Ég hef líka mína persónulegu reynslu af því að vera óheilbrigður en er í dag andstæða þess þó enn sé svigrúm fyrir  víndreitil og sætindi í lífinu. Þetta snýst um jafnvægi, hvernig þú átt að hlusta á líkamann og vera í raun aðeins eigingjarnari, ég kalla það heilbrigða eigingirni.

Ertu að heimsækja Ísland í fyrsta sinn?
Ég kom til Íslands síðast fyrir 11 árum en aðeins í þrjá daga og mig hefur dreymt um að koma aftur síðan. Nú mun ég koma með konu minni og syni sem geta ekki beðið eftir því að heimsækja land og þjóð. En í gegnum árin hef ég fengið í meðferð til mín marga Íslendinga og hef alltaf verið hrifin af því hversu jákvæð og frökk þið eruð. Heimurinn mætti læra það af ykkur. Ég get ekki beðið eftir því að eyða viku í ykkar góðu orku.

EKKI MISSA AF EINSTÖKU TÆKIFÆRI TIL AÐ HÁMARKA HEILSU OG VELLÍÐAN

SKRÁNING Á FYRIRLESTUR HÉR: 11 apríl og 12. apríl

SKRÁNING Í EINKATÍMA HÉR: 10. apríl, 11. apríl og 12. apríl

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing