Nágrannar bílaplansins við Egilshöllina voru ekki sáttir þegar að óþolandi hljóð ómaði um hverfið.
Hvernig er það, hvað þarf að gera til þess að það verði settir kantar á bílaplanið við Egilshöll svo það sé ekki hægt að skransa þar ?
Þórir Tony náði meira að segja myndbandi af þessu öllu saman – og miðað við hljóðin þá er ekki skrýtið að þetta hafi farið í taugarnar á nágrönnum plansins.
Rosa nagli á egilsplaninu.
Enda var hægt að heyra þetta ansi langt inn í Grafarvoginn.