Auglýsing

Hendur barnsins þíns eru MUN skítugri en þú heldur! – MYNDIR

Varúð: Við lestur þessarar fréttar gætirðu fengið sterka þörf til að þvo á þér hendurnar…

Tasha Sturm sem vinnur á rannsóknarstofu í Cabrillo háskólanum í Kaliforníu vildi komast að því hvernig bakteríur væru á höndum átta ára sonar síns eftir að hann væri búinn að vera úti að leika.

Hún tók því lófafar hans og ræktaði sýnið á tilraunadisk. Það sem birtist eftir nokkra daga var ansi líflegt. Þar var að finna ýmsar bakteríur, gerjun og sveppi.

Við að sjá þessar myndir dettur manni helst í hug að fara undir vaskinn og þvo hendurnar á sér í 24 klukkutíma á dag úr sápu, spritti og bensíni.

EN þess ber að geta að það er heilbrigt að vera með eðlilegt magn af bakteríum í húðinni – þær stuðla að betra ónæmiskerfi. Sprittið út í eitt er því ekki alveg málið.

Maður skilur samt alveg að það geti verið ágætt að þvo hendurnar við og við – sérstaklega svona fyrir matinn…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing