Auglýsing

Hin sjóðheita ZARA Larsson mætir með ED SHEERAN til Íslands! – Myndband

Uppselt er á tónleika Ed Sheeran 10. ágúst eins og frægt er orðið – en það eru ennþá til miðar á aukatónleikana 11. ágúst. Rétt í þessu tilkynnti Sena að Ed Sheeran tekur með sér tvo gesti sem munu hita upp fyrir hann á tónleikunum á Íslandi.

Sænska stórstjarnan ZARA LARSSON er ung að aldri en hefur afrekað mikið nú þegar. Aðeins 15 ára var hún með vinsælasta lagið á Norðurlöndunum, „Uncover“. Fjórum árum seinna gaf hún út plötuna „So Good“ og lög á henni heilluðu heiminn og náðu toppsætum á vinsældarlistum í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Nýlega gaf hún út lagið „Ruin my Life“ sem er sjóðheitt um þessar mundir.

JAMES BAY er breskur söngvari, lagahöfundur og gítarleikari. Árið 2014 gaf hann út lagið „Hold Back the River“ sem náði platínum sölu og í kjölfarið gaf hann út plötuna „Chaos and the Calm“ sem fór á toppinn  í Bretlandi og Bandaríkjunum. James hefur unnið til ótal verðlauna og verið tilnefndur til Grammy verðlauna þrisvar. Hann gaf út plötuna „Electric Light“ í fyrra.

Enn er hægt að tryggja sér miða á aukatónleikana 11. ágúst í sitjandi svæði A og B sem og standandi svæði, en sitjandi C svæði er uppselt á aukatónleikunum. Ed Sheeran, Zara Larsson og James Bay verða á Laugardalvelli 10. og 11. ágúst!

Við Íslendingar getum verið þakklátir Ed Sheeran sem slær ekkert af kröfunum þó tónleikar hans á Íslandi séu með minna sniði en hann er vanur.

Vel gert Ed Sheeran!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing