Holly Butcher bjó í Brisbane, Queensland, í Ástralíu. Hún lést aðeins 27 ára gömul, en hafði þjáðst af sjaldgæfu krabbameini í blóði. Daginn áður en hún dó – birti hún þessa stöðuuppfærslu á Facebook. Skrif sem gætu hreyft við þér hvernig þú lifir lífinu.
Smá ráð um lífið frá Holly.
Það er skrýtið að átta sig á og samþykkja dauðann þegar maður er 26 ára ungur. Þetta er bara einn af þessum hlutum sem maður hunsar. Dagarnar líða hjá og maður býst við að þeir haldi áfram að koma; þangað til hið óvænta gerist. Ég ímyndaði mér alltaf að ég yrði gömul hrukkótt og grá – líklega vegna fallegu fjölskyldunnar (með fullt af börnum) sem ég planaði að eignast með ástinni í lífi mínu. Ég vil það svo mikið að það er sárt.
Það er þetta með lífið; Það er viðkvæmt, verðmætt og ekkert hægt að spá fyrir um það og hver dagur er gjöf – ekki þinn sjálfsagði réttur.
Ég er 27 ára núna og ég vil ekki fara. Ég elska líf mitt. Ég er hamingjusöm. Það er ástvinum mínum að þakka. En stjórnin er úr mínum höndum.
Ég skrifa ekki þetta „bréf áður en ég dey“ til að hræða neinn við dauðann. Ég vil bara að fólk hætti að hafa svona miklar áhyggjur af litlu hlutunum sem skipta engu máli. Lífið endar eins fyrir okkur öll og við eigum að nýta tímann til að finnast við verðug og æðisleg.
Hér eru hugsanir sem komu til mín og ég vil koma á blað:
Komdu forgangsröðuninni á hreint: Þú gætir verið að eiga slæman dag í umferðinni, eða svafst illa út af fallega barninu þínu sem hélt þér vakandi, eða hárgreiðslumeistarinn klippti þig of stutt. Gervineglurnar þínar eru brotnar, brjóstin eru of lítil – eða þú ert með appelsínuhúð á rassinu og maginn er of stór. Leyfðu öllum þeim skít að vera. Ég sver að þú munt ekki vera að hugsa um þessa hluti þegar það kemur að þér að kveðja. Þetta er allt svo lítils virði þegar þú lítur á lífið í heildina.
Lærðu að meta gjöfina sem er kallað „líf“: ég heyri fólk kvarta hversu hræðilegri vinnu það er í – eða hversu erfitt það er að æfa í ræktinni – vertu þakklát/ur fyrir að geta unnið líkamlega. Vinna og æfingar virðast vera svo sjálfsagðir hlutir … þangað til líkami þinn leyfir þér að gera hvorugt.
Lífið er meira en bara útlitið: Mundu að það eru fleiri partar við góða heilsu en líkaminn … gerðu jafn mikið til að finna hugarfarslega, tilfinningalega og andlega heilsu. Á þann hátt gætirðu fattað hversu ómerkilegt og ómikilvægt það er að vera með fallegan líkama á samfélagsmiðlunum.
Upplifðu móður náttúru: Settu kraft í að fara á ströndina – þennan dag sem þú ert alltaf að fresta. Settu fæturna í sandinn og vatnið. Settu saltan sjóinn í andlitið. Farðu út í náttúruna. Reyndu að njóta þess að vera í mómentinu – í stað þess að grípa það í gegnum símaskjáinn.
Virtu tímann því hann er fljótandi: Virtu tíma annars fólks. Ekki láta það bíða eftir þér því þú ert svo óstundvís. Vertu reiðubúinn fyrr, ef þú ert þessi týpa, og njóttu þess að vinir þínir vilja deila tíma sínum með þér, ekki með því að láta þá bíða eftir þér.
Hlustaðu á tónlist … virkilega hlustaðu. Tónlist er meðferð. Gamalt er best.
Knúsaðu hundinn þinn.
Talaðu við vini þína. Leggðu símann frá þér. Er í lagi með þá?
Ferðastu ef það höfðar til þín.
Vertu í vinnu til að lifa. Ekki lifa til að vinna.
Í alvöru gerðu það sem gerir hjarta þitt ánægt.
Borðaðu kökuna. Ekkert samviskubit.
Segðu ástvinum þínum að þú elskir þá hvert tækifæri sem þú færð – og elskaðu þá með öllu sem þú átt.
Og að lokum gerðu góðverk. Til dæmis að gefa blóð. Það er mjög mikilvægt.
Þangað til við hittumst aftur …
xoxo … Hol.