Hugh Jackman virðist vera ofurhetja bæði í bíómyndum og í sínu daglega lífi. Þessi ástralski leikari er búinn að sigrast á krabbameini 7 sinnum og það virðist ekkert getað brotið þennan nagla.
Jackman er að leika með hjartaknúsaranum Zac Efron í myndinni The Greatest Showman sem verður frumsýnd í Bandaríkjunum næstu jól. Þeir félagar voru að taka upp atriði í myndinni þar sem Jackman átti að bera Efron út úr brennandi húsi.
En þeir höfðu ekki hugmynd um að eldurinn var orðinn stjórnlaus og þegar þeir voru komnir út varð sprenging í húsinu og settið brann til kaldra kola.
„Þetta var búin að vera langur tökudagur og þegar Jackman reif mig upp fann ég að það var orðið full heitt þarna inni. Svo hélt hann á mér út úr húsinu og það leit mjög vel út á kameru. Við vissum það ekki þá en eldurinn sem var allt í kringum okkur var orðinn stjórnlaus og svo kom sprenging eftir að við vorum komnir út. Þannig að ég fékk að lifa draum allra kvenna, að láta Hugh Jackman halda á mér út úr brennandi húsi“. – Efron