Instagram-stjörnur koma úr öllum áttum. Við erum búin að fá að sjá þyrluflugkonur, löggur, slökkviliðskonur og nú er það hún Rianna Conner. Þessi ágæta stelpa er í bandaríska hernum og er búin að vera þar í sjö ár.
Rianna er farin að snúa sér að Instagram og er komin með yfir hundrað þúsund fylgjendur. Hún deilir myndum af lífinu sínu bæði þar sem hún er með hernum og þegar hún tekur sér frí.