Auglýsing

Hún lét manninn sinn velja FÖTIN á sig í heila viku! – Myndir þú treysta þínum manni í þetta verkefni?

Margir eiga oft í brjáluðu veseni með að velja á sig föt og það tekur oft allt of langan tíma. Troðfullur fataskápur en samt er ekkert til að fara í er vesen sem margir lenda í. Þess vegna er gott að fá bara aðra manneskju í málið. 

Caitlyn ákvað að gera tilraun og fékk manninn sinn Colin til að velja fötin á sig í heila viku. Hér fyrir neðan er útkoman.

Mánudagur

Ég var stressuð fyrir því að láta Colin velja fötin á mánudeginum því þetta var mikilvægur dagur í vinnunni vegna þess að ég var að fara á mikilvægan fund. Ég fylgdist með honum fara í gegnum skápinn og var næstum því hætt við þetta þegar ég sá hvað hann valdi. En hann var svo spenntur fyrir þessu að ég gat ekki hætt við. Hann sagðist hafa valið þetta því allt það heilaga var falið vel svo engin á fundinum ætti eftir að stara og svo væru skemmtilegir litir þannig að fólk ætti eftir að vera í góðu skapi. Ég var í þessum fötum allan daginn og ég er nokkuð viss um að ég fari aftur í þetta.

Þriðjudagur

Þarna áttaði ég mig á því að maðurinn minn elskaði greinilega áberandi liti. Hann sagðist hafa valið þetta því samkvæmt veðurspánni átti að vera sól úti svo hann vildi klæða mig eins og sólin. Hann fann líka gamla tösku sem ég var löngu hætt að ganga með því mér fannst ég vera eins og barn með hana. En ég er farin að nota þessa tösku daglega núna.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn áttum við brúðkaupsafmæli og við ákváðum að halda upp á það með rómantískum kvöldverði. Við vorum ekki með neina pössun svo við áttum gott kvöld heima. Mér fannst skrítið að vera svona fín heima en maðurinn minn var að elska það svo þetta var skemmtilegt.

Fimmtudagur

Ég var ekki búin að fara í þennan kjól í langan tíma. Hann var aftast í skápnum mínum og ég var búin að gleyma honum. Mér fannst hann alltaf vera of stuttur. Colin sagði að ég liti hrikalega vel út í honum og ég fór meira að segja á foreldrafund í honum. Mér fannst það reyndar vera frekar skrítið en Colin sagði mér að spá ekkert í því.

Föstudagur

Á föstudaginn fór ég og hitti foreldra mína. Ég hefði sennilega farið í einhverjum kjól en Colin fannst gáfulegra að ég færi í fötum sem væru þægileg. Mér fannst þetta ekki bara þægilegt heldur líka virkilega flott.

Laugardagur

Á laugardögum förum við í fjölskyldu göngutúr. Þarna leyfði Colin ímyndunaraflinu að fljúga. Þetta passaði auðvitað ekki allt saman en mér leið virkilega vel í þessu. Mér fannst ég vera fín og þetta var þægilegt. Þessi göngutúr var frábær.

Sunnudagur

Ég elska kjólinn sem hann valdi en ég finn svo sjaldan tilefnið til að fara í hann. Ég þarf ekkert sérstakt tilefni. Ef mig langar að fara í þennan kjól þá fer ég í þennan kjól. Þessi vika er búin að vera skrautleg og skemmtileg. Ég mæli klárlega með því að pör og hjón prufi þetta.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing