Natalie Dean var 119 kíló þegar hún var hvað þyngst – og var virkilega óánægð með sig. „Ég var að kaupa kjól og ég var hreinlega hætt að passa í allt.“ sagði Natalie.
Hún hafði þó ekki góða reynslu af megrunum.
„Alltaf þegar ég reyndi að megra mig og skera frá þeim mat sem mér fannst góður þá meikaði ég það ekki og féll. Ég reyndi því nýja aðerð“
Aðferðin var sú að ef Natalie fékk löngun í ostborgara þá fékk hún sér hollari kost.
„Ef löngunin var hins vegar ekki farin eftir tvo daga – þá fékk ég mér ostborgara – en í staðinn æfði ég bara meira þann dag.“
„Það er hægt að ná mjög miklum árangri án þess að neita sér um það sem maður vill.“
Árangur Natalie er hreint magnaður úr 119 niður í 69 kíló.