Auglýsing

Hún pantaði kjól á netinu – Það sem kom í póstinum var sjúklega fyndið

Kjólar geta kostað sinn skilding og það getur verið dýrt að dressa sig upp fyrir hin og þessi tilefni. Þá getur verið sniðugt að leita til internetsins því þar leynast oft vörur sem kosta aðeins brot af því sem sambærilegar vörur kosta út í búð.

Það er aðeins einn hængur á, vörurnar endurspeigla ekki alltaf sýningareintökin.

Svona vesen á kannski helst við um þegar verslað er beint frá kína í gegnum síður eins og ‘aliexpress’.

Twitter notandinn Juliet Jacoby komst að þessari leiðinlegu staðreynd þegar hún sá kjól sem henni þótti einstaklega fallegur en kostaði 149 dollara. Juliet fannst það heldur mikið, móðir hennar leitaði um netið og fann „sama“ kjól auglýstan á 35 dollara. Þegar kjólinn kom loksins (tveimur vikum of seint) þá brá þeim mæðgum heldur betur í brún.

Tilboðið sem hafði litið út fyrir að vera einum of gott var einmitt það….

Sem betur fer hafði Juliet bara húmor fyrir þessu og ákvað að henda í smá myndatöku.
Juliet hafði þó orð á því í viðtali við hana í ‘Seventeen’ að hún hafði nú ekki í hyggju að mæta á ballið í kjólnum, sem verður að teljast skiljanlegt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing