Líklega flestir Íslendingar eru boðnir og búnir að hjálpa þegar kemur að hvarfi Birnu Brjánsdóttur – en ótrúleg umfjöllun fjölmiðla hefur haldið öllum á tánum.
Sumir hafa þó tekið hlutina skrefinu lengra – og farið í hlutverk lögreglumanna – og það er ef til ekki það besta í svona viðkvæmu máli.
Kona ein kommentaði á link um frétt Nútímans á Facebook að hún hefði persónulega sent e-mail á alla áhafnarmeðlimi Polar Nanoq.
„Kannski ætti ég að fara að starfa í löggunni“, segir hún.
Fólk varð auðvitað ekki hresst með þetta – en svona getur skemmt rannsóknarhagsmuni.
Að gefnu tilefni biðjum við fólk að leyfa lögreglunni að sinna rannsókn málsins.