Sara Magnusson frá Gautaborg í Svíþjóð var 146 kíló þegar hún byrjaði í þjálfun hjá Frederik Magnusson.
„Ég vissi að ég þyrfti að gera eitthvað eftir að stóll brotnaði undan þunga mínum.“ sagði Sara. Þá fór hún til Frederiks sem byrjaði á að taka hana í gegn.
„Ég hafði verið á duftmataræði – og misheppnuðum megrunarkúrum“ sagði Sara. „En Frederik sýndi hvernig ég ætti að byggja upp vöðva í stað fitu.“
Árangurinn lét ekki á sér standa. Eftir strangar æfingar og rétt mataræði fór hún niður í 63 kíló – með vöðva í stað fitu.
Samband Söru og Frederik var það gott – að þau enduðu svo á að giftast.
Talandi um að ganga vel hjá einkaþjálfaranum. Hún endurheimti sjálfa sig – og eignaðist eiginmann í leiðinni!