Auglýsing

Hundurinn þinn skammast sín ALDREI – Heldur lærði bara að þykjast!

Internetið er fullt af myndum af hundum sem skammast sín gríðarlega. Þeir eru þá yfirleitt með sorgmædd augu og hnykklaðar brúnir.

Myndir og myndbönd af hundum sem „vita upp á sig sökina“ njóta mikilla vinsælda.

En nú hafa rannsóknir á hegðun hunda sýnt fram á að hundar skammast sín í rauninni aldrei, heldur er þetta bara hegðun sem þeir hafa lært af því að búa svona lengi í samneyti með mannfólkinu.

Þær eru þó nokkrar rannsóknirnar sem gerðar hafa verið á hundum sem benda til þessa segir dýralæknirinn Susan Hazel. Hún segir að eigendur séu í rauninni að lesa samviskubit og skömm úr hegðun sem er í rauninni kvíði og áhyggjur. Hundar hafa lært að halda eigendum sínum góðum, því þannig fá þeir jú að borða.

En hafa hundar þá engar tilfinningar? Prófessorinn Jaak Panksepp segir að gengið sé út frá því að öll dýr sem hafa heitt blóð hafi 6 grunn tilfinningar, þar með taldir hundar. Þessar tilfinningar eru: ótti, losti, umhyggja fyrir afkvæmum sínum, einmanaleiki við félagslega einangrun, leikgleði og gleði þegar þau fá það sem þau vilja.

Hann segir jafnframt að mannskepnan hafi samviskubit, skömm, afbrýðisemi, stolt og tryggð. Sem séu tilfinningar sem hundar hafi ekki.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing