Auglýsing

Hvað ef fjallað væri um áfengi eins og önnur fíkniefni í fjölmiðlum?

Áfengi er samfélagslega samþykkt og hefur verið lengi – en það væri áhugavert að sjá ef það væri að koma sem nýtt lyf á markaðinn í dag. 

Það gæti litið út einhvern veginn svona…

Ógnvænlegur faraldur gengur nú yfir – en nýtt lyf sem hefur komið í undirheima hefur drepið hundruðir og gert þúsundir veika. Þetta nýja lyf heitir alkóhól en líka þekkt sem „brennivín“, það gengur þó undir fleiri nöfnum.

Lyfið hefur verið þekkt fyrir að valda ofsakenndri og jafnvel hættulegri hegðun, allt frá því að háskólanemar hlaupi naktir niður götur yfir í grófar líkamsárásir og rán.

Lyfið hefur verið tengt vjð fjölda umferðaslysa, lifraskemmda, minnisglapa og ofbeldisfullrar hegðunar. Sérfræðingar vara einnig við því að lyfið geti valdið ógleði, uppköstum, höfuðverkjum, þroskahömlun á ungmennum og fósturskemmdum í óléttum konum.

„Þetta breytir heilavirkninni“ sagði einn lögreglumaður. „Fólk hefur enga stjórn yfir hugsunum sínum. Það stjórnar ekki hegðun sinni. Þetta er bara mjög hættulegt lyf.“

Alkahól er þegar orðið annað banvænasta lyfið – á eftir tóbaki sem er í fyrsta sæti. En þrátt fyrir gríðarleg skemmandi áhrif fyrir samfélagið hafa yfirvöld ákveðið að leyfa sölu á þessu lyfi.

Og þá er spurningin – hvað þarf til að yfirvöld geri eitthvað í málunum?

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing