Auglýsing

Hvað gerir þú á meðan allir stara á þig og syngja afmælissönginn? – 10 vandræðalegar uppákomur sem allir þekkja

Hér eru nokkrar vandræðalegar aðstæður sem geta komið upp sem fæstir virðast hvernig á að leysa.

#1

Hvernig á að haga sér þegar allir í veislunni syngja afmælissönginn fyrir þig? Samkvæmt reglunum eiga allir að stara á þig og syngja en þú mátt ekki syngja með.  Oft virðist þessi vandræðalega stund vera óvenjulega lengi að líða miðað við hvað lagið er stutt.

#2

Hvers vegna er svona vandræðlegt að labba til baka í sætin eftir að hafa hent keilukúlunni?

#3

Uppákoman þegar einhver skutlar þér heim og bíður eftir að þú sért komin inn um dyrnar – en þú finnur ekki lyklana heldur horfir bara til baka að bílnum.

 

#4

Þegar þú klárar netspjall og kveður viðmælandann. Svo slekkur hinn ekki á myndavélinni svo þú ert ennþá í mynd og brosir vandræðalega þar til þú finnur loksins takkann til að slökkva.

#5

Þegar þú ert í matvöruverslun og klárar að borga áður en þú setur í poka. Svo fer færibandið af stað og vörur frá næsta viðskiptavini nálgast áður en þú klárar að setja í pokann.

#6

Þegar þú ert hjá tannlækninum sem fyllir munninn á þér af alls konar græjum til að gera við tennurnar. Svo dettur honum í hug að byrja að spjalla við þig en þú getur ekki talað svo þú reynir að kinka kolli en þá biður hann þig að vera kyrr. Þú liggur hreyfingalaus og svarar engu sem getur verið vandræðalegt.

#7

Þegar þú varst yngri að horfa á sjónvarpið með foreldrum þínum og það byrjar rosalegt kynlífsatriði. Allir þegja og horfa á gólfið þar til þetta endalausa atriði klárast.

#8

Þegar þú sest aftur í leigubílinn og bíður góða kvöldið. Svo tekur við dauða þögn á meðan enginn segir neitt fyrr en þið komist loksins á leiðarenda.

#9

Þegar þú ert á leið á stefnumót og ákveður að skoða fyrst samfélagsmiðlana hjá þeim sem þú ert að fara að hitta. Svo eruð þið að spjalla og þú segir allt í einu eitthvað sem er útlokað að þú myndir vita öðruvísi en að hafa eytt löngum tíma í rannsóknir á netinu fyrir stefnumótið.

#10

Þegar þú ert á veitingastað eftir að þjóninn setur matinn á borðið segir: „Verði þér að góðu!“ Þú ákveður að svara: „Sömuleiðis!“.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing