Barna íþróttamyndir eru oft með ótrúlega ótrúverðugan söguþráð sem gengur út á hund sem spilar með liðinu eða engla sem hjálpa liðinu að vinna, eða eitthvað svoleiðis.
En hvað með hitt liðið? Hvað með liðið sem er efst í riðlinum, með öllum bestu leikmönnunum og það lið sem allir halda að muni vinna í byrjun myndarinnnar – þú veist, liðið sem tapar svo fyrir góðu gæjunum. Ætli þetta sé ekki einhvern veginn svona í búningsklefanum hjá þeim?