Það kemur yfirleitt í ljós snemma á lífsleiðinni hvort við erum rétthent eða örvhent. Í gamladaga var það talinn mikill galli ef börn voru örvhent og vinstri hendin jafnvel bundin niður og þeim kennt að skrifa með þeirri hægri.
Um það bil 1/4 fólks er örvhentur og skrifast það á erfðir, en hversvegna er algengara að vera rétthentur?
Vinstra heilahvelið þróaðist til þess að sjá um tungumála hæfileika okkar svo það að skrifa með þeirri hægri gæti hafa verið hliðarverkun af því.
Svo á meðan vinstra heilahvelið vinnur að samskiptum er hægri höndin að vinna svo það gerir það auðveldara að tala á meðan við framkvæmum.
Svona fengu steinaldarmennirnir tækifæri til þess að þróast hraðar en önnur dýr.
Þegar við lærðum að gera verkfæri lærðum við hvort af öðru svo á endanum voru allir að nota hægri hendina.
Vísindamenn trúa því einnig að með því að vera fær um að tala á meðan við vinnum höfum við orðið félagslyndari og þannig hafi stærri samfélög orðið til.